23.08.2014 07:00

Happasæll kominn á langlegudeildina?

Hluti af Njarðvíkurhöfn, gengur undir nafninu langlegudeildi, sumir kalla hana að vísu dauðadeildina, en hvað um það þarna eru geymdi skip til lengri tíma, svona oftast.  Nú í vikunni komu þangað tvö skip til viðbótar og kemur annað mér einkennilega fyrir sjónir, en það er Happasæll KE 94. Þegar ég fór að spyrja um það mál var mér sagt að vélin hefði hrunið og því er spurning hvort ekki eigi að gera við vélina, eða hvort báturinn verði þarna áfram. Hitt skipið var þarna áður, en fór í paraveiðar með Grímsnesinu varðandi makrílinn og tók þá við hlutverki Tjaldaness sem fór á net. Þetta skip er Þórsnes II SH 109. Nú hefur því verið lagt þarna að nýju.

Hér birti ég myndir sem sýna skipin þarna.


              13. Happasæll KE 94, 1639. Tungufell BA 326, 1424. Þórsnes II SH 109 og 245. Fjóla KE 325, í Njarðvíkurhöfn, í gær


                                                 13. Happasæll KE 94

 


            1639. Tungurfell BA 326, 1424. Þórsnes II SH 109 og 245. Fjóla KE 325

                      Í Njarðvíkurhöfn, í gær © myndir Emil Páll, 22. ágúst 2014