15.07.2014 08:28

Skálaberg ÁR 50, í pottinum

Hér kemur mynd frá niðurrifsfyrirtækinu í Ghent í Belgíu og sýnir einn þeirra mörgu bátar sem þangað hafa farið og sýnir þessi þegar verið er að rífa viðkomandi bát og síðan koma tvær slíkar myndir í viðbót núna fyrir hádegi. - Um hádegisbilið í gær komu þangað Kristbjörg VE 71, með Fram ÍS 25 og á næstunni mun Jón Gunnlaugs ST 444 fara þangað með Sæmund GK 4 og hugsanlega líka Blómfríði SH 422.


           100. Skálafell ÁR 50, í Ghent, Belgíu © mynd shipspotting Peter Wyntin, 5. jan. 2014