13.07.2014 21:00

Óskar Matt VE 17, glæsileg endurbygging Auðuns Jörgenssonar

Hann Auðunn Jörgensson, má vera stoltur yfir þessari glæsilegu endurbyggingu á bátnum sem áður hét Hafrún KE 80 og hefur raunar borið það nafn frá því að smíði hans lauk hjá Eyjólfi Einarssyni, í Hafnarfirði 1959.

Birti ég hér myndir af honum eins og hann lítur út í dag og svo eina gamla af honum eins og hann var áður. Varðandi myndirnar í dag færi ég Þórhalli Sófussyni Gjöveraa, kærar þakkir fyrir afnotin.

          5208. Óskar Matt VE 17, í Reykjavík, í dag © myndir Þórhallur Sófusson Gjöveraa, 13. júlí 2014


           5208. Hafrún KE 80, eins og báturinn leit út fyrir þessa glæsilegu endurbyggingu