10.07.2014 21:00

Á strandveiðum með Nonna GK 129, í fyrradag

Hér kemur öðruvísi syrpa en oftast áður, en slíka syrpu hefur mér oft langað til að fá til birtingar. Hér er um að ræða strandveiðiferð með Nonna GK 129. Ljósmyndarar eru Jónas Jónsson, einn af ljósmyndurum síðunnar, Gísli Hermannsson, skipstjóri og útgerðarmaður bátsins og síðan eru sjálfsmyndir sem Jónas tók, en aðalfengurinn er þó í myndum af Jónasi við veiðarnar og síðan aflamyndir. Því miður er ég ekki viss hvort myndirnar komi í réttri röð en það verður bara þá að hafa það.

Síðustu tvo daga hafa komið á síðuna myndir sem Jónas Jónsson tók í þessari ferð, af hinum ýmsu skipum og bátum og fleiri munu birtast næstu daga.


                 Jónas Jónsson, um borð í Nonna GK 129 © myndir Gísli Hermannsson
                                          Gísli Hermannsson © myndir Jónas Jónsson
                                      Jónas Jónsson © sjálfsmyndir Jónas Jónsson


            Jónas Jónsson um borð í bátnum eftir að komið var að
                   bryggju í Sandgerði © mynd Gísli Hermannsson


                          Þorskur © mynd Jónas Jónsson


                                                         Ufsi © mynd Jónas Jónsson

 
        © myndir Gísli Hermannsson og Jónas Jónsson um borð í 6634. Nonna GK 129,
                               sem er með heimahöfn á Stafnesi, 8. júlí 2014

 

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Flott syrpa þetta