20.05.2014 07:00

Hera ÍS 104, á bensínstöð á Blönduósi

Að undanförnu hef ég verið að birta myndir sem Jónas Jónsson, tók í fjórum byggðarlögum á Vestfjörðum í síðasta mánuði. Flestar voru þær teknar á Ísafirði, en einnig í Bolungarvík, Súðavík og Þingeyri, alls um 200 myndir og er ég langt kominn með þær myndir. Þessi fylgdi með, þó hún væri tekin á bensínstöð á Blönduósi og sýnir bát sem er á leiðinni suður, að ég tel. Í dag er báturinn með Hafnarfjarðarnúmeri og fyrir 10 dögum birti ég myndir af honum við bryggju í Sandgerði undir nafninu Sólbjört HF 40.            6194. Hera ÍS 104, á bensínstöð á Blönduósi © mynd Jónas Jónsson, í apríl 2014