04.04.2014 06:00

Ósk KE 5, sem í dag er Maron GK 522

Hér koma tvær myndir af gamalkunnum báti, sem þarna heitir Ósk KE 5, en í dag heitir hann Maron GK 522 og er elsti stálfiskibátur landsins sem enn er í drift. Myndir þessar notaði ég í blaði sem ég gaf út árið 2002 og er önnur úr einkasafni Einars Magnússonar útgerðarmanns, en hina tók ég af Einari og fjölskyldu við bátinn.


           363. Ósk KE 5, á netaveiðum í Reykjanesröst © mynd úr einkasafni Einars Magnússonar


              363. Ósk KE 5, í Njarðvíkurhöfn. Einar Magnússon útgerðarmaður, Bryndís Sævarsdóttir eiginkona hans og börn við skipshlið © mynd Emil Páll, 2002