03.04.2014 17:18

Axel, Grétar, Halldór og Kristján - Sólplasti í dag

Þessar myndir tók ég nú um kaffileitið í dag og öfugt við það sem oftast er þá sýna þær ekki báta, heldur eru um að ræða mannamyndir, sem þó tengjast bátum, eins og sést á myndatextunum fyrir neðan myndirnar


            Axel Axelsson skipaskoðunarmaður hjá Frumherja (t.v.) og Kristján Nielsen hjá Sólplasti


           Hvað ætli þessir menn eigi sameiginlegt? Jú þeir hafa báðir átt bátinn Sæljóma. Sá til vinstri, Grétar Pálsson átti hann í upphafi er hann hét Sæljómi GK 150 og sá til hægri, Halldór Árnason, á bátinn í dag, en eins og áður hefur komið fram heitir hann ennþá Sæljómi, en er nú BA 59

                                                   © myndir Emil Páll, í dag, 3. apríl 2014