31.03.2014 20:21

Stöðvast hin góðu aflabrögð á þorski, nú á miðnætti?

Nú í nokkrar vikur hafa verið afargóð aflabrögð á grunnslóð, víða um Suðurnesjasvæðið. Hafa menn aflað stór þorsk í ótrúlegu magni, hvað eftir annað. Á miðnætti getur orðið breyting þarna á, þar sem þá tekur í gildi bann við öllum veiðum nær landi en 4 mílur. Já þetta er fyrsti hluti af hrygningastoppinu.

Þeir sjómenn sem ég hef rætt við segja það oft gerast í kjölfar loðnugengnar að veiðar, þá sérstaklega í net, troll og dragnót, aukist og nú virðist þorskurinn vera kominn að hrygningu, þannig að kannski fær hann nú frið fyrir veiðum um tíma og kemur vonandi aftur i miklu afli eða lokum hrygningastoppinu, en er nær dregum miðjum mánuði stöðvast veiðarnar alveg.

Í framhaldi af þessum góðu aflabrögðum hefur fjöldi aðkomubáta lagt upp á Suðurnesjum og þá aðallega í Sandgerði og Grindavík. Kem ég í kvöld, með myndir af nokkrum bátum sem voru í Sandgerði í dag og fleiri myndir birtast á morgun.


            2664. Guðmundur á Hópi GK 203, 2630. Signý HU 13, 2826. Sædís Bára GK 88 og 2763. Steinunn HF 108, í Sandgerði,  í dag  © mynd Emil Páll, 31. mars 2014