03.03.2014 21:00

Einar Erlend N-25-ME kominn ,,í flotann"

Eins og oft hefur komið fram hér á síðunni að undanförnu starfa nokkrir íslendingar við norska útgerð í Örnes í Noregi. Meðal íslendinganna eru tveir ljósmyndarar síðunnar, þeir Jón Páll Jakobsson frá Bíldudal og Svafar Gestsson frá Húsavík. Útgerð þessi gerir út nokkur skip og þ.á.m. tvö fyrrum íslensk skip, sem hér hétu m.a Þórir Jóhannsson GK 116 og er stærsti plastbáturinn sem íslendingar hafa eignast og Skotta KE 45 o.fl. nöfn og númer.

Jón Páll heldur úti bloggsíðu þar sem hann flytur fréttir af þeim þarna ytra og 1. mars sl. skrifaði hann  og birti  eftirfarandi myndir. Gefum honum nú orðið og myndirnar:

Í dag kom nýr Einar Erlend til Örnes þar sem vonum var gefið nafn og íbúum boðið um borð til að skoða og að sjálfsögðu fór undirritaður og kíkti á skipið.

Einar Erlend og fleira 010

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

        Einar Erlend er smíðaður í Danmörku og er hann sá fimmti í röðinni sem útgerðin hefur átt. Nafnið á honum er nöfnin á strákunum hans en þeir heita Einar og Erlend.

Einar Erlend og fleira 013

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einar Erlend og fleira 023

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

      Í borðsalnum er saga útgerðarnar í máli og myndum.

Einar Erlend og fleira 027

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

            Hér sjáum við hluta af brúnni allt það nýjasta held ég allavega nóg að tölvuskjám.

Einar Erlend og fleira 017

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                Kampavínið gert klárt fyrir athöfnina

Einar Erlend og fleira 022

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

               Þá er Einar Erlend nefndur eða skírður.

Einar Erlend og fleira 034

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

         Milldekkið vel útbúið fjórar slægingarvélar fyrir ufsann og síðan slægingarlína fyrir þorskinn

Einar Erlend og fleira 031

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

            Alvöru vindur en nojarinn kallar þetta kombivinsj eða tog,snurpuvinda og snurvoðarvinda í sömu vindunni. Þessar vindur eru alvöru. Bara Vestralegar.

Einar Erlend og fleira 036

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

            Þá er það vélarrúmið og þar er 1500 hesta mitsubishi mótor og tvær 1100 hesta mitsubishi ljósavélar. Síðan er 200 hesta ljósavél í framskipi fyrir landlegur.

 

Svo það er óhætt að segja þetta hafi verið gleðidagur fyrir Meloy sveitafélagið og okkur, nýr Einar Erlend

Einar Erlend og fleira 041

 

 

 

 

 

 

 

 

 

          

              Svo er bara sjá hvernig móttökur verða þegar ég kem með sjarkinn minn. Ætli þá verði ekki bara islensk norsk fest. 

                           © myndir og texti:  Jón Páll Jakobsson, Örnes, Noregi