28.02.2014 21:00

Botnfari KE 10, kemur til heimahafnar í Keflavík og ýmsir sem tóku móti honum

Hér birti ég fyrst syrpu af því þegar Botnfari KE 10 sigldi frá Njarðvík  til heimahafnar í Keflavík, í kaldaskít og síðan nokkrar myndir af ýmsum sem samfögnuðu komu bátsins og þáðu veitingar af því tilefni. Eins og margir vita þá eru foreldrar Sigurðar Stefánssonar eiganda bátsins, hjónin á veitingahúsinu Vitanum í Sandgerði og sáu þau um léttar veitingar af þessu tilefni.

Eins og ég hef áður sagt er nafnið tilkomið sem önnur útgáfa af nafninu Kafari, en Sigurður sem er kafari hyggst nota bátinn sem þjónustubát við kafnanir, auk annarra verkefna og nú er hann t.d. búinn að leigja Arnarlaxi á Bíldudal bátinn í einhverja mánuði.

 

 


 


 


 


 


 


 


 


 


           1631. Botnfari KE 10, siglir frá Njarðvík til heimahafnar i Keflavík, í kaldsskít, í dag


          Hér er þessi glæsilegi bátur kominn í betra sjólag, við endann á hafnargarðinum í Keflavík. Næstu daga munu koma myndir, á bátinn,  sem höfða til köfunar


 


             1631. Botnfari KE 10, siglir inn í heimahöfn sína, Keflavík í dag


           Sigurður Stefánsson, í brúarglugganum, við komuna til heimahafnar í Keflavík, í dag

 

                       Þá eru það hluti gestana sem heimsóttu bátinn eftir komu hans, í dag


              Sigurður, í faðmi foreldra sinna og systur. f.v. Stefán Sigurðsson, Sigurður Stefánsson, Lilja Stefánsdóttir og Brynhildur Kristjánsdóttir


               Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafna t.v. og Grétar Sveinbjörnsson, verkefnastjóri Sandgerðishafnar


                     Sigurður Stefánsson og Grétar Sveinbjörnsson


                                               Tveir kafarar

                           Hér sjáum við eiganda bátsins, starfsmann hjá honum, hafnarstjóra, iðnaðarmann og útgerðarmann tveggja báta

                                         © myndir Emil Páll, í dag 28. febrúar 2014