31.12.2013 12:30

Annáll ársins 2013

 

Í tilefni áramótanna hef ég útbúið áramótahugrenningar sem ég birti nú og skreyti með myndum Svavars Ellertssonar sem teknar eru niður við höfn um áramót.

 

 

 

 

Þá er komið að enn einum áramótunum og eins og ég hef gert öll þau áramót sem ég hef haft þessa síðu, þá birti ég nú smá annál yfir árið sem er að líða. Þetta ár hefur verið mér mjög gott og þegar ég lít til baka, er ég mun sáttari við þetta ár, en mörg þau fyrri. Enda ekkert nema til að gleðjast yfir því hversu vel hefur í raun gengið, þrátt fyrir ýmis vandamál sem ég hef lent í. Vandamál sem snúa ekki að síðunni beint, heldur frekar heilsu minni og öðru persónulegu.

Af reynslunni af því að vera á toppnum, beið ég lengi vel eftir því að einhver kæmist upp fyrir mig, enda er alltaf kallt á toppnum, því aðrir þola ekki að sami maðurinn sé mánuð eftir mánuð og jafnvel lengur en heilt ár í fyrsta sæti vinsældarlistans. Þessir sem láta svona, tala um að ég sé með pirring við að falla niður, en fyrir mér eru þeir að sýna það að þeir þekkja mig ekki neitt, því gleði er frekar en annað yfir árinu.

Velgengni Krúsa að undanförnu fagna ég og óska honum til hamingju með að verma svona oft efsta sætið. Hann á þetta vel skilið, enda með kjör aðstæður til að vera með góðar myndir, auk þess sem ónafngreindur vinur hans hjálpar honum mikið með myndir. - Þó vil ég vara hann við því að ótrúlegustu menn fara að skjóta á hann ýmist beint eða óbeint, en það er því miður fylgifiskur þess af vel gengninni. Þetta stafar af öfund annarra, sem geta ekki glaðst yfir velgengni  manna og því aðeins rakkað niður þá sem vel gengur hjá. Endurspeglar þetta þjóðfélagið, því þar má enginn skara fram úr, þá er hann rakkaður niður.

Eitt af því sem ég tók upp á árinu 2012 og hélt áfram á þessu ári, var að hætta að fara inn á aðrar skipasíður og loka á Facebook-vináttu við alla, nema þá sem eru nánir samstarfsmenn mínir, eða koma skipasíðunni ekkert við.  Menn verða að vísu rosa ósáttir þegar þeim er hent út úr vinahópnum, en fyrir mér er þetta mín leið til að fá að vera óáreittur með mína síðu. Eins og menn vita getur enginn tjáð sig á síðunni, nema úr þessum fámenna vinahóp á Facebook og þannig verður þetta áfram, meðan ég verð með 123.is síðuna. Varðandi það að fara inn á aðrar skipasíður, þá eru nokkrar sem ég hef ekki litið inn í 1 - 2 ár, aðrar kannski 2-4 sinnum yfir árið. Geta menn því skrifað um mig hvað sem  þeir vilja, þetta fer ekki til mín, nema þegar vinir mínir sjá eitthvað og láta mig vita. Helst vil ég þó fá frið fyrir slíkum fréttum, því mér er alveg sama um þessa umræðu.

Eitt atriði ætla ég þó að taka sérstaklega fyrir, en það snýr að mönnum sem hafa verið að finna að því að myndir mínar eru síðumerktar. Sama eins og flestir aðrir, stærri síðuhafar gera. Síðast þegar ég vissi  þá merktu menn eins og Krúsi, Hafþór, Þorgeir, Tryggvi, Golli o.fl. auk mín myndir á síðum sínum með þessum hætti.  Kvörtuðu sumir yfir að með þessu væri ég að stela af þeim höfundarrétti, en það er af og frá því undir myndunum stendur alltaf hver tók þær og á síðusta ári kom það fyrir þrisvar að haft var samband við mig vegna mynda sem aðrir höfðu tekið og vísaði ég alltaf viðkomandi á þá ljósmyndarar sem átti höfundarréttinn. - Skrif eða öllu upphlaup nokkra manna er tengjast tveimur opinberum fyrirtækum gegn merkingu mynda, hefur haft þau áhrif að í dag sleppa margir síðueigendur öllum merkingum, bæði síðumerkingum svo og að segja frá því hver sé eigandi myndanna, eða hvaðan þær koma, séu myndirnar frá öðrum en þeim sjálfum. Ef þessir kvörtunarsinnar finnst það betra, þá fá þeir það líka óþvegið.  - Persónulega finnst mér þetta óheillaþróun, en þessir skæruliðar sem kvötuðu sáran yfir merkingunum geta sjálfir sér um kennt ef allar myndir verða framvegis birtar ómerktar á flestum stærri síðunum.

Vinahópurinn fer stækkandi og sendi ég þeim sem í honum eru miklar þakkir fyrir árið, með ósk um að sumir þeirra hætti að hlusta á óræingaaðferðir þeirra öfundssjúku í minn garð og flytja fréttir um slíkt til mín. Ég sjálfur er fyrir löngu komin með skráp, fékk hann þegar  ég var í blaðamennskunni og tek því slíkan áróður ekki inn á mig.

Varðandi framtíðina, þá kemur það í ljós nú á fyrstu vikum ársins, hvort ég hætti á 123.is og fari annað, eða haldi áfram hér, eins og verið hefur.  Eins getur svo farið að heilsufarið mitt stöðvi mig alveg.

Að lokum þakka ég öllum þeim mikla fjölda sem hefur sent mér myndir eða annað efni til að nota á síðuna og ekki síður þeim sem hafa styrkt mig á öðrum sviðum.  Þeim svo og öllum lesendum síðunnar sendi ég mínar bestu áramótakveðjur.

             

P.s. það er eitt sem ég hef aldrei skilið, en það eru allir þeir sem vilja ráða hvernig ég hef síðuna og hvað ég segi.  Síðan fer það í skapið á sumum þeirra hvernig ég geri síðuna og því spyr ég sömu spurningu og ég hef oft gert áður: Af hverju eruð þið að koma inn á síðuna fyrst þið eruð svona ósáttir við hana? Er ástæðan kannski sú að þið séuð að leita eftir einhverju til að röfla út af. Spyr sá sem ekki veit...

Einn þeirra sem fór á stað með skrif gegn mér nú rétt fyrir jól var Tryggvi Sig. í Eyjum. Ástæðan var sú að ég birti tvær myndir sem ég vissi ekki að væru eftir hann og sagði þær úr safni mínu. Þessar myndir hef ég nú birt aftur og merkt þær frá Tryggva, eins og maður gerir þegar maður veit betur. Það merkilegasta við þetta er að umræddar myndir hafa birts 4 sinnum á þessari síðu og einu sinni á síðu Þorgeirs, meðan ég sá um hana og alltaf verið með sömu undirskrift, en fyrst núna er Tryggvi með einhver mótmæli, vegna undirskriftarinnar, en aldrei áður. Í kjölfar skrifa Tryggva, fóru á stað skrif á síðu hans, sem ekki voru sæmandi manni eins og Tryggva Sigurðssyni, enda kom inn hjá honum maður sem nefndi sig GK  og sagði: ,,svona mórall er þér til skammar Tryggvi". -  Læt ég þetta vera endaorð í þessum annál.

 

 

 

 

          

 

Að endingu segi ég:

                                            Gleðilegt ár

                                                með þökkum fyrir það liðna

                                                              

                                                                            Kær kveðja

 

                                                                                    Emil Páll Jónsson