31.10.2013 14:30

Ráðgert að draga Fernanda inn á Faxaflóa

 

Þeir sem standa að því að slökkva í Fernanda sem brann í gær út af Surtsey, eru nú með áform um að varðskipið Þór dragi skipið inn á Faxaflóa, þar sem betra verður að ljúka við slökkvistarfið.


              Fernanda, í Sandgerðishöfn, fyrir rúmum mánuði síðan © mynd Emil Páll, 9. sept. 2013

 

AF FACEBOOK:

Emil Páll Jónsson Nú hefur verið ákveðið að draga skipið til Hafnarfjarðar og er áætlað að skipin komi þangað i birtingu í fyrramálið.