17.10.2013 20:05

Lokafrágangur á Heröyhav, í Skagen - systurskip Rogne frá Fosnavåg

Hér koma tvær myndir sem Guðni Ölversson tók nýlega í Skagen í Danmörku og sýna Heröyhav, sem áður hefur verið sagt frá og er í smíðum í Skagen. Á annarri myndinni sjáum við þar sem verið er að vinna lokafráganginn við skipið og á hinni sjáum við stefni skipsins, þar sem það liggur á bryggjusvæði slippsins í Skagen, í Danmörku. Á sama tíma og ég birti fyrri myndir frá Guðna um skipið birti ég einnig myndi af Rogne frá Fosnavåg, sem er systurskip Heröyhav.


                                 Lokafrágangur á Heröyhav


                Hér sjáum við dráttarbát og fyrir aftan hann er stefnið á Heröyhav, þar sem það liggur á bryggjusvæði slippsins í Skagen, í Danmörku. Eins og áður hefur verið greint frá er skipið systurskip Rogne frá Fosnavåg, í Noregi

                                    © myndir Guðni Ölversson, í október 2013