17.10.2013 22:16

Hafborg SK 50 á skelfiskveiðum - og sagan

Hér sjáum við myndasyrpu sem tekin var á árunum 1985 til 1987 er Hafborg SK 50 var gerð út á skelfiskveiðar, nánar tiltekið á hörpudisk.
                                     © myndir úr safni Þorgríms Ómars Tavsen

Smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1957. Seldur úr landi til Noregs 11. apríl 1995.

Nöfn: Jökull SH 125, Þórir RE 251, Þórður Bergsteinsson SH 3, Jón Sör ÞH 220, Jökull SF 75, Guðmundur Þór SU 121, Hafborg KE 99, Hafborg SK 50, Hafborg SI 200 og Hafborg HF 64.