30.09.2013 11:05

Jökull SK 16 - sagan í stuttu máli


               288. Jökull SK 16 © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 28. sept. 2013

Smíðaður hjá Avera-Werft við Lubeck, Niendorf, Þýskalandi 1959, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Báturinn hljóp af stokkum 17. desember 1959, en kom þó ekki í fyrsta sinn til Keflavíkur fyrr en í desember 1960. Báturinn hét  í upphafi Árni Geir, eftir gömlum þekktum sjósóknara í Keflavík.

Upphaflega átti báturinn að heita Guðbjörg ÍS 14 og eigandi Hrönn hf. Ísafirði. En vegna einhverja vandræða við fjármögnun hjá Hrönn hf. fékk Guðfinnur sf. þennan bát og þeir á Ísafirði bát þann sem smíðaður var sem bátur Guðfinns.

Nöfn: Árni Geir KE 31, Þorsteinn Gíslason KE 31, Þorsteinn Gíslason GK 2, Arnar í Hákoti SK 37 og núverandi nafn er: Jökull SK 16.