30.09.2013 16:15

Í dag: Er Dísa GK 136, síðasti makrílveiðibáturinn í ár

Ef ég hef skilið rétt, þá er dagurinn í dag síðasti dagurinn sem veiða má makríl hér við land, en ekki er talið að veiðitímbilinu verði framlengt. Virðast flestir báta vera farnir til sinna heimahafna, eða eitthvað annað og þá til að taka búnaðinn sem fylgir þessu veiðum frá borði.

Raunar sá ég aðeins einn bát við makrílveiðar í dag hér í nágrenni við Keflavík og fann heldur ekki fleiri á AIS-inu. Þetta er Dísa GK 136 og birti ég tvær myndir sem ég tók af bátnum í dag, en hvort einhver afli hafi verið veit ég ekki.
                  2110. Dísa GK 136, rétt innan við  hafnargarðinn í Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 30. sept. 2013