17.09.2013 22:45

Perlan laskast á Neskaupstað og sótti Sleipnir skipið og dró til Akureyrar til viðgerðar

Hérna koma 9 myndir frá drætti Perlunar frá Norðfirði til Akureyrar um daginn ljósmyndari er VÍÐIR MÁR HERMANNSSON sem var vélstjóri Sleipnirs í ferðini sem tók rúma tvo sólarhringa. Ástæðan var sú að Perlan rakst sennilega utan í bryggju á Norðfirði og laskaði við það stýrið eða skrúfuna og því sótti Sleipnir skipið og dró það til Akureyrar eins og fyrr segir.


              Frá ferð 2250. Sleipnis til Neskaupstaðar þar sem hann sótti 1402. Perlu og dró til Akureyrar og á síðustu myndunum eru skipin komin til Akureyrar © myndir Viðar Már Hermannsson, í sept. 2013  - Sendi ég Viðari Má, kærar þakkir fyrir myndirnar -