12.09.2013 09:30

Keilir II AK 4, verður Óli G. ÍS 112: Sandgerði - Njarðvik - Sólplast Sandgerði

Eins og áður hefur verið sagt frá var Keilir II AK 4, seldur til Hafnarfjarðar, en nú hefur útgerðin skráð hann á Flateyri þar sem hann mun fá nafnið Óli G ÍS 112. Báturinn kom í gær til Sandgerðis, vegna þess að Sólplast mun byggja á hann skýli og eitthvað fleira, sem fyrsta lið í yfirbyggingu.

Stóð til að vinna breytingarnar við bryggju í Sandgerði, en vegna veðurspár og sér í lagi mikilla rigninga sem eru framundan var ákveðið að sigla bátnum til Njarðvíkur þar sem til stendur að setja hann á eftir á Gullvagninn og flytja landleiðis til Sólplasts í Sandgerði þar sem báturinn verður settur a.m.k. að hluta til inn í hús. Var bátnum því siglt til Njarðvíkur í gær.
               2604. Keilir II AK 4, sem nú verður Óli G. ÍS 112, í Sandgerði í gær, á efri myndinni sést Krisján Nielsen frá Sólplasti ræða við útgerðarmanninn um verkið.


                                   2604. Keilir II AK 4, í Njarðvíkurhöfn, í morgun

                                        © myndir Emil Páll, 11. og 12. sept. 2013