06.09.2013 11:06

Sævar KE 0

Það er kannski smá púkaskapur að segja að báturinn sé KE 0, því samkvæmt því sem ég hef áður sagt frá hér á síðunni fær hann númeri KE 1, en hafði áður númerið KE 5 og þar áður KE 15. Ástæðan fyrir númerabreytingunni nú var eins og líka hefur áður komið fram, að útgerð bátsins keypti nýlega stærri bát sem ég birti rauna mynd af í morgun og heitir Magnús Geir KE 5.


             1587. Sævar KE 0, en verður vonandi fljótlega KE 1, í Keflavíkurhöfn, í gær © mynd Emil Páll, 5. sept. 2013