31.08.2013 09:40

Snuddararnir tilbúnir í Buktina: Farsæll GK 162

1. september, sem hin síðari ár hefur verið upphaf nýs kvótatímabils, hefur í enn lengri tíma verið sú dagsetning sem Snurvoðarbátarnir, eða dragnótabátarnir eins og sumir kalla þá, megi hefja veiðar í Bugtinni. Þ.e. inn í Faxaflóa. Undanfarin ár hafa þetta verið Aðalbjargirnar úr Reykjavík, Farsæll og Askur úr Grindavík, Siggi Bjarna og Benni Sæm ásamt Njáli sem koma frá Sandgerði og sjálfsagt einhverjir fleiri.
En með Bugtinni er það kolinn sem bátarnir sækja í og mega þeir fara út í kvöld.

Í þessari færslu birti ég myndir af Grindavíkurbátnum Farsæli, sem er eins og undanfarin haust kominn til Keflavíkur það sem hann er í startholunum fyrir að hefja veiðar, sama er með Grindavíkurbátinn ASk, hann er í Njarðvik að bíða einnig. Mynd af Aski kemur í næstu færslu.


            1636. Farsæll GK 162, í startholunum í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 30. ágúst 2013