31.08.2013 11:35

Máni II ÁR 7, síðastur í land í gær

Vegna verðurspárinnar fóru margir af makrílveiðibátunum strax í fyrrakvöld í hinar ýmsu hafnir, til að vera í skjóli. Hafnir eins og Sandgerði, Akranesi, Reykjavík og Hafnarfjörð, en flestir voru þó í höfnum Reykjanesbæjar, þ.e. Grófinni, Keflavíkurhöfn og Njarðvíkurhöfn og auðvitað víðar.

Í gærmorgun fóru síðan þeir allra hörðust aftur út, en viðveran á miðunum var ekki löng og um hádegi voru þeir allir sem verið höfðu í nágrenni Keflavíkur komnir í land og sá síðasti Máni II ÁR 7 kom til Keflavíkurhafnar fljótlega eftir hádegið og þá tók ég þessa mynd, en þarna er hann komin í skjól.

Aflabrögð báta í gær held ég að hafi verið frekar léleg, enda varla veður til að afhafna sig.


            1887. Máni II ÁR 7, í Keflavíkurhöfn um hádegisbil, í gær © mynd Emil Páll, 30. ágúst 2013