08.08.2013 09:45

Hugsanlega Van Der Weyden sem strandaði á Skarðsfjöru 1957

Þegar ég tók þessa mynd 1964, voru einu upplýsingar að um væri að ræða belgískan togara sem hefði strandað 1957 eða þ.u.b.  Við grúsk fann ég að 30. mars 1957 strandaði á Skarðsfjöru, belgíski togarinn Van Der Weyden, sem var frá Osten. Öllum skipverjum var bjargað en ekki skipinu og slæ því föstu að þetta sé sá togari.
            Van Der Weyden, Belgískur togari frá Osten, á Skarðsfjöru © myndir Emil Páll, 1964