08.08.2013 08:51

Hans gamli

Fyrir 49 árum eða á árinu 1964, var ég á ferð um það sem þá var kallað Meðallandssandur, en virðist í dag vera kallað Skarðsfjara. Með mér voru faðir minn og bræður hans sem allir eru löngu látnir. Vissu þeir ekki raunverulegt nafn á þessu skipi, en þeirra á milli var það alltaf kallað Hans gamli og töldu þeir að það hafi strandað um 1925. Við grúsk á eldri heimildum koma nokkrir möguleikar, en get þó ekki slegið því föstu hvaða skip þetta var og læt því nafni Hans gamli standa.
                             Hans gamli, á Meðallandssandi © myndir Emil Páll, 1964