27.07.2013 19:16

Sævík GK

Bátur þessi sem síðast hét Hafursey VE 122, hefur nú verið í slippnum hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur um tíma og herma fregnir að ekki sé enn klárt hvort hann muni taka við af Páli Jónssyni GK, sem þarf að komast í mikla endurnýjun, eða jafnvel að Sævíkin fari til veiða á fjarlægjum slóðum. Eitt er þó víst að verið er að vinna í endurbyggingu bátsins.


                    1416. Sævík GK, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Emil Páll í júlí 2013