16.07.2013 22:40

Skemmtibáturinn Inga Dís: - Í brúðaferð - í keppni - og í dag eftir að búið er að flagga bátnum út

Hér kemur nokkuð mikið myndasyrpa af skemmtibátnum Ingu Dís sem bar skráninganúmerið 7517, þar til fyrr á þessu ári að honum var flaggað út. Allar myndirnar nema þær sem teknar voru í dag, eru frá eigenda bátsins svo og af vefsíðu Snarfara.
Þó syrpa þessi sé þrískipt eru flestar myndirnar og um leið mjög skemmtilegar, frá Brautarkeppni R. Sigmundssonar, sem haldin var 30. júní 2007

Báturinn var upphaflega smíðaður í Noregi 2001 og mælist rúmlega 10 tonn að stærð


                  Brúðkaupsmynd Eyvindar Jóhannssonar og Ingu konu hans, um borð í 7517. Ingu Dís © mynd Baldur Sveinsson
            7517. Inga Dís, í Brautarkeppni R. Sigmundssonar, 30. júní 2007, á ytri-höfninni í Reykjavík, nánar tiltekið á víkinni framan við Sæbrautina © myndir af vefsíðu Snarfara, með heimild frá Eyvindi Jóhannssyni


              Inga Dís, framan við heimili Eyvindar og Ingu í Garðabæ í dag og eins og sést á myndunum er íslenska skráninganúmerið farið af bátnum, enda hann ekki lengur á íslenskri skipaskrá, eftir að hafa verið flaggað út © myndir Emil Páll, 16. júlí 2013