13.05.2013 22:30

Nýsmíði frá Bláfelli, kláraður og sjósettur á Akureyri

Bátur sá sem ég fjalla um núna, var í fyrstu smíðaður hjá Bláfelli ehf. á Ásbrú í Reykjanesbæ, en afhentur þegar allri plastvinnu var lokið í september 2012. Um er að ræða bát að gerðinni Sómi 870, hækkaður, en nokkrir bátar frá Bláfelli hafa verið afgreiddir með 15 sentimetra hærri yfirbyggingu en hinn venjulegi Sómi. Voru það aðilar á Akureyri sem voru að láta smiða bátinn og dróu þeir bátinn á kerru norður þar sem þeir tóku að sér með hjálp annarra að ljúka smíði bátsins og setja niður vélar og tæki og nú fyrir nokkrum dögum var báturinn sjósettur á Akureyri.

Hér koma myndir af bátnum, fyrst mynd sem ég tók af honum rétt áður en hann var afhentur frá Bláfelli og síðan koma myndir sem Þorgeir Baldursson heimilaði mér að nota og sýnir bátinn á Eyjafirði eftir að sjósetningin fór fram. En hann hefur nú fengið skráninguna 7758. Víðir EA 423.


         Svona leit báturinn út hjá Bláfelli,  er hann var afhentur Akureyringunum  © mynd Emil Páll, 15. sept. 2012


            7758. Víðir EA 423, á siglingu á Eyjafirði eftir sjósetninguna © mynd Þorgeir Baldursson, í maí 2013


                                                   Kaldbakur í bakgrunni
            7758. Víðir EA 423, á reynslusiglingu á Eyjafirði © myndir Þorgeir Baldursson, í maí 2013