30.04.2013 16:45

Fram KE 105


                1271. Fram KE 105, að koma inn til Sandgerðis © mynd Emil Páll

 

Smíðanúmer 407 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1972. Lagt í september 1989, úreldaður 6. apríl 1992 og brenndur á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. desember 1992.

Upphaflega smíðaður fyrir útgerðarmann í Ólafsvík, en sá hætti við og seldi bátinn rétt áður en hann var tilbúinn. Þau 20 ár sem báturinn var til var hann oft seldur meðal útgerðarmanna og því gerður út t.d. frá Keflavík, Sandgerði, Grenivík og Njarðvík.

Bar þó aðeins þetta eina nafn: Fram KE 105.