10.04.2013 12:45

Skálafell RE 20 og Ólafur Magnússon GK 525

Myndir þær sem ég birti nú, eru mér mikill fengur, því ég man ekki eftir að fyrir mín augu hafi áður borist myndir af þessum bátum undir þessum nöfnum. Myndir þessar sendi Sigurður Ólafsson mér, en þær eru úr dánabúi föður hans og sendi ég honum KÆRAR ÞAKKIR FYRIR. AÐ AUKI KOM ÞRIÐJA MYNDIN EN HÚN BIRTIST Á EFTIR.

Fyrir neðan myndirnar kemur saga beggja bátanna í stuttu máli


               623. Skálafell RE 20 í Dráttarbraut Keflavíkur 1946

 

              916. Ólafur Magnússon GK 525 og 623. Skálafell RE 20, í Dráttarbraut Keflavíkur, sennilega árið 1946 © myndir frá Sigurði Ólafssyni

916.

Smíðaður hjá Dráttarbraut Keflavíkur í Keflavík 1946, númeri breytt í KE 25 1. febrúar 1949. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 20. jan. 1978.

Nöfn: Ólafur Magnússon GK 525, Ólafur Magnússon KE 25, Þórður Ólafsson SH 140, Auður BA 46 og Ólafur SH 44.

 

623.

Smíðaður hjá Júlíusi Nýborg, Hafnarfirði 1943. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 22. sept. 1987

Nöfn: Súgandi RE 20, Skálafell RE 20 og Júlía VE 123