10.04.2013 18:00

Húsið af Selnum tekið í land

Rétt upp úr hádeginu í dag var húsið af sandflutningaskipinu Selnum tekið af skipinu og sett á vörubílspall, í Njarðvíkurhöfn. Er þetta gert þar sem fara á með húsið inn í Hafnarfjörð og sandblása það, en skipið sjálft fer upp í Njarðvíkurslipp þar sem það verður tekið í gegn.

Viðhald var ekki vanþörf, enda er skipið búið að fara víða að undanförnu m.a. til Færeyja og Bretlands og vera þar í verkefnum auk verkefna hérlendis.


                     Húsið komið upp á vörubílspall, í Njarðvík í dag


              5935. Selur, stýrishúslaus við bryggju í Njarðvík í dag © myndir Emil Páll, 10. apríl 2013

AF Facebook:

Tómas J. Knútsson synd að það skildi ekki sandblásið í Sandgerði hjá Fúsa og co