10.04.2013 15:45

Hav Sand: Tollafgreitt á Stakksfirði á leið til Reykhóla

Þó það sé ekki einsdæmi, þá gerist það annað slagið að skip sem eru á leið að Reykhólum, erlendis frá koma við á Stakksfirði til að fá tollafgreiðslu. Eitt slíkt tilfelli var rétt eftir hádegi í dag er Færeyska skipið Hav Sand fékk slíka afgreiðslu. Til að hún færi fram sá Auðunn um að ferja tollþjóna milli skips og lands.


 


                 Hav Sand siglir út Stakksfjörðinn rétt eftir hádegi í dag, að lokinni tollafgreiðslu © myndir Emil Páll, 10. apríl 2013