10.04.2013 14:45

Fyrrum Moby Dick og Sægrímur í ferðamennsku

Í dag verður verður Tony, eða fyrrum Moby Dick tekinn niður úr slippnum í Njarðvík, en þó tekinn fljótt aftur í slipp þar sem hann verður málaður og sett á hann nýtt nafn, að sögn Stefáns Sigurðssonar hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur en þeir eru eigendur bátsins. Hafa þeir leigt hann til Hvalaskoðunar Keflavíkur (Helgu Ingimundardóttur), sem áætlar að gera hann út til hvalaskoðuna frá Keflavík í sumar.

Þá mun Sægrímur GK 525, senn fara til ferðaþjónustu, en hann mun sigla út frá Grindavík og verður farþegum boðið að taka þátt í netaveiðum, samkvæmt heimildum mínum. Nánar mun ég fjalla um það mál síðar.


                Tony ex Moby Dick, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Emil Páll


                  2101. Sægrímur GK 525 að koma inn til Njarðvíkur © mynd Emil Páll