08.04.2013 11:20

Sjósetning Magnúsar Guðmundssonar ÍS 97 - heitir í dag Sæbjörg EA 184


 


               Sjósetning 2047. Magnúsar Guðmundssonar ÍS 97, í Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll, 22. apríl 1990

Smíðanúmer 5 hjá Skipasmiðjunni Herði hf, og nr. 1 hjá Skipabrautinni hf. Njarðvík 1990. Fyrri aðilinn varð gjaldþrota áður en smíði lauk og tók hinn þá við. Sjósettur í Njarðvík 22. apríl 1990 og afhentur nokkrum dögum síðar. Lengdur 1994. Breikkaður að aftan um 1 metra 1994 hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf., Hafnarfirði. Lengdur aftur hjá Ósey hf., Hafnarfirði 1996, auk þess sem settur var á hann nýr hvalbakur, brú lengd, dekk hækkað o.fl.

Nöfn: Magnús Guðmundsson ÍS 97, Máni HF 149, Vébjörn ÍS 301, Linni SH 303 og núverandi nafn: Sæbjörg EA 184.