07.04.2013 23:00

Magni, Auðunn og Reynir HF

Þessar myndir tók ég öðruhvoru megin við aldarmótin og sýna þær þegar Magni, (sem seldur var til  Danmerkur þegar núverandi Magni kom) og Auðunn koma með stóran tank til Njarðvíkur þar sem nota átti hann undir meltu. Sá rekstur varð þó ansi stuttur og að endingu var tankurnn fjarlægður aftur.
            2267. Magni, sem síðar var seldur til Danmerkur og 2042. Auðunn með Meltutankinn í Njarðvík. Einnig sést þarna 965. sem trúlega bar þarna nafnið Reynir HF, en hann hét í upphafi Ingiber Ólafsson II GK 135 © myndir Emil Páll, öðru hvoru megin við aldarmótin.