31.03.2013 10:45

Hegri KE 107 - síðan Hellisey VE 503 sem kvikmyndin Djúpið fjallaði um


              848. Hegri KE 107, síðar m.a. Hellisey VE 503, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður í Barenfleth, Vestur - Þýskalandi 1956. Stækkaður 1966. Fórst 12. mars 1984, 3 sm. A af Vestmannaeyjum ásamt 4 mönnum, en einum skipverja tókst að synda í land og sýna þar með mikla hetjudáð og varð það efnisþráðurinn í kvikmyndinni Djúpið.

Nöfn: Júlíus Björnsson EA 216, Sævar KE 105, Hegri KE 107, Sigurvon AK 56, Sigurvon SH 121 og Hellisey VE 503