31.03.2013 23:06

,,LÖGGUBÁTURINN" Vinur GK 96, kemur með Hafdísi GK 202 að landi

Hér kemur syrpa af því þegar Vinur GK 96 dró Hafdísi GK 202 að landi í Grófinni, í Keflavík. Milli manna hefur Vinur, bæði sá gamli og eins sá sem nú er, gengið undir nafninu ,,LÖGGUBÁTURINN"  þó ekki í neiðkvæðri umræðu, heldur jákvæðri en ástæðan er að það er lögreglumaðurinn Hörður Óskarsson sem átt hefur báða þessa báta og oftar en ekki hefur hann bjargað bátum sem hafa verið bilaðir, að landi og stundum hefur þetta gerst þegar hann er á vakt og hefur þá þurft að fara út á Vini öðrum til hjálpar, eins og í þessu, sem ég segi nú frá á myndræna vísu, en þetta tilfelli  er margra ára gamalt, en þar eru tveir einkennisklæddir lögreglumenn um borð, þ.e. er Hörður Óskarsson og Valur Gunnarsson. Sjást þeir báðir á myndunum og á síðustu myndinni er að auki komnir fleiri lögreglumenn til að taka á móti þeim. Myndirnar eru allar teknar í Grófinni, þegar bátarnir eru að koma þangað.

Báðir þessir bátar eru ennþá til, 7464. Vinur GK 96, heitir í dag Fönix SH 3  og 7189. Hafdís GK 202, ber ennþá þetta sama nafn.


                   7464. Vinur GK 96 og 7189. Hafdís GK 202, komnir í Grófina, Keflavík fyrir mörgum mörgum árum © myndir Emil Páll