07.03.2013 13:32

Nýr rækjutogari sem Íslendingar tengjast

 
               Reval Viking á leið til Hafnarfjarðar. (Mynd: Þorgeir Baldursson)
 

Reval Viking landar 250 tonnum af rækju í Hafnarfirði

 

Útgerðarfélag í Eistlandi, sem íslenskir aðilar tengjast, hefur keypt norska rækjutogarann Remöy Viking, að því er Hjálmar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Reyktal þjónustu ehf. umboðsaðila skipsins, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Skipið kom til Hafnarfjarðar í vikunni úr sinni fyrstu veiðiferð í eigu nýrra aðila og landaði um 250 tonnum af rækju veiddust við Austur-Grænland.

Nýja skipið, sem fengið hefur nafnið Reval Viking, var smíðað árið 2000 og er 2.350 brúttótonn að stærð, með 7.500 hestafla vél. Það er 61 metri að lengd. Kaupandi þess er félagið Reval Seafood og er skipið skráð í Eistlandi. Reval Seafood er í 50% eigu danska félagsins Ocean Prawns og 50% í eigu eistneska fyrirtækisins Reyktal AS, en Íslendingar tengjast því félagi.