11.12.2012 21:17

Ambassador - nýr Skemmtiferðabátur kominn til landsins

Nú þegar þetta er skrifað er ný skemmtiferðabátur ný kominn fram hjá Sandgerði á leið sinni til Reykjavíkur. Báturinn heitir Ambassador og er skráður hérlendis, hvort sem það verður nafnið hans í framtíðinni eða ekki. Heyrst hefur að gera eigi bátinn út til hvalaskoðunar frá Akureyri.

Eigendur eru nokkrir einstaklingar þ.á.m. Sandgerðingurinn Vignir Sigursveinsson, sem kenndur hefur verið við Eldingu. Siglir hann bátnum heim ásamt Magnúsi Guðjónssyni o.fl.

Birti ég hér tvær myndir af bátnum sem ég tók á MarineTraffic og er önnur tekin fyrir nokkrum dögum af umræddum Magnúsi.

 


               Ambassador   © mynd MarineTraffic, Magnús Guðjónsson, 26. nóv. 2012


                 Ambassador © mynd MarineTraffic, Henrik Gillzzaoui, 11. ágúst 2008