30.11.2012 20:00

Nýr bátur Óríon BA 34

Hér sjáum við bát sem er í smíðum hjá Bláfelli á Ásbrú og mun teljast til opinna báta, þó hann sé af gerðinni Sómi 990 og fer hann á Barðaströndina. Enn er þó nokkuð í að hann verði sjósettur, þar sem enn á eftir að setja tækjabúnað og fleira í hann, en búið er að merkja hann og þess daganna er Aðalsteinn Jónatansson málari að mála hann í réttum litum og í gær þegar ég tók þessar myndir sést hann við bátinn, en í næstu viku sjáum við trúlega bátinn eins og hann mun lita út.

+
                   7762. Óríon BA 34, vafinn inn í brúnan pappír, því þarna er verið að búa hann undir að verða sprautaður rauðri málingu


                  Hér stendur Aðalsteinn Jónatansson málari, við bátinn í höfuðstöðvum Bláfells á Ásbrú


                Aðalsteinn að líma yfir það sem ekki á að mála í þessari umferð © myndir Emil Páll, 29. nóv. 2012