16.09.2012 15:24

Auðunn dregur skútu til lands

Um kl. 13 í dag tók ég nokkrar myndir af skútu sem var á leið frá Keflavík og þvert yfir Stakksfjörðinn. Um klukkustund síðar tók ég aftur mynd af skútinni, en þá var hún komin í tog hjá hafnsögubátnum Auðunn. Birti ég mynd sem tekin var þegar hún sigldi yfir Stakksfjörðinn og er önnur þar sem Auðunn er komin með skútuna í tog.
Í kvöld birti ég heilmikla syrpur um málið og segi nánar frá um hvað það snérist, en þó skal upplýst að hér var á ferðinni fjögurra manna ungversk fjölskylda á enskri skútu sem heitir Maia B og er frá Playmouth


                                      Maia B. á fullri siglingu yfir Stakksfjörðinn


        Um klukkustund eftir að ég tók efri myndina, tók ég þessa, og þá er 2043. Auðunn komin með Maia B í tog


                   Hér nálgast skipin Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 16. sept. 2012
                                                               - fleiri myndir í kvöld -