31.08.2012 07:25

Glæsiskip komst ekki úr höfn

mbl.is:

Caribbean Princess. stækkaCaribbean Princess. Ómar Óskarsson

Skemmtiferðaskipið Caribbean Princess, sem liggur við Sundahöfn, komst ekki úr höfn í gærkvöldi vegna veðurs. Til stóð að skipið sigldi úr höfn klukkan 23 í gær, en það komst hvergi þrátt fyrir að tveir dráttarbátar væru fengnir til aðstoðar.

Mikið rok var í gær, suðaustan 17-18 m/s.

Samkvæmt upplýsingum frá hafnsögumönnum hjá Faxaflóahöfnum verður athugað með brottför skipsins síðar í morgun, klukkan átta. 

Caribbean Princess er 112.894 brúttótonn, skráð á Bermúdaeyjum og tekur 3.600 farþega. Skipið er hið glæstasta, um borð er spilavíti, þar eru reglulega haldin listaverkauppboð, fjölmargar sundlaugar eru um borð, íþróttavellir, níu holu golfvöllur og hlaupabraut. Þá eru þar fjölmargar verslanir, fjöldi veitingastaða og heilsulind.

Þetta er í annað skiptið sem skipið kemur að höfn í Reykjavík í sumar.