31.08.2012 12:30

Ljósanætursýning Gunnlaugs Hólm Torfasonar - fyrst Erling og Norðurljósin

Eins og flestir vita er haldið upp á Ljósanótt í Reykjanesbæ, nú um helgina. Af því tilefni fannst mér tilvalið, eftir að hafa fengið þessar glæsilegu myndir sem Gunnlaugur Hólm Torfason hefur tekið, að gera þær af einskonar þema nú yfir Ljósanótt, þó aðeins í dag og á morgun og blandast þær þá að einhverju leiti við aðrar myndir, sem ég birti.
Gunnlaugur Hólm sækir hér myndaefni sitt víða um Suðurnes, til Kópaskers, Ísafjarðar og víðar og sjáum við það í þeim myndum sem nú og á morgun birtast hér.
Hér kemur fyrsta myndin og sýnir hún Erling KE 140 og Norðurljósin.
                 - Sendi ég Gunnlaugi Hólm Torfasyni, kærar þakkir fyrir myndirnar -


                         233. Erling KE 140 og Norðurljósin
                        © mynd Gunnlaugur Hólm Torfason