29.08.2012 09:30

Æskan komin aftur til Suðurnesja - miklar hræringar í bátamálum

Í gær kom í Grófina þessi bátur sem er gamalkunnur á Suðurnesjum, en stuttu eftir síðustu aldarmót bar hann nöfnin Ingólfur GK 148 og var þá frá Sandgerði, síðan Svala Dís KE 29, þá frá Keflavík og að lokum aftur frá Keflavík, en þá sem Happi KE 11.

Annars eru töluverðar hræringar nú í bátamálum, ýmsir strandveiðimenn eru ýmist komnir með báta sína á sölu og margir farnir að huga að kaupum á stærri bátum. Einnig hef fyrir vissu að ýmsir eru að huga að bátakaupum á stærri bátum.

Ef ég teka bara Suðurnesin, þá eru tveir bátar í smíðum fyrir Grindvíkinga, en kaupendur þeirra eiga báðir minni báta fyrir. Þá er eigandi strandveiðisbáts i Keflavík að skoða kaup á þilfarsbáti nokkuð stærri. Einnig er til skoðunar kaup á stærri stálbáti, innanbæjar í Grindavík. Þá eru nokkrir strandveiðibátar til sölu. Þetta eru bara smá dæmi um hræingar sem eru í gangi.

Bátur sá sem kom í Grófina í gærkvöldi er fyrir útgerðarmann í Garði.


           1918. Æskan RE 222, í Grófinni, Keflavík í morgun © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2012