10.08.2012 18:22

Strandveiðar stöðvaðar á þremur svæðum af fjórum

fiskifrettir.is

Allir búnir með sinn skammt nema bátar á svæðinu frá Hornafirði til Borgarbyggðar


Strandveiðar eru á endaspretti. Ágúst er síðasti mánuður veiðanna á þessu ári og nú er búið að tilkynna um stöðvun veiða á þremur svæðum af fjórum.

Fiskistofa boðar stöðvun strandveiða á svæði C frá og með morgundeginum, föstudeginum 10. ágúst, en þá verða bátar á þessu svæði búnir að veiða sinn skammt.

Í dag var síðasti dagur á svæði B en síðasti dagur á svæði A var á þriðjudaginn.

Þá eru aðeins veiðar eftir á svæði D.

Svæðaskipting strandveiða er þannig:

Svæði A: Eyja- og Miklaholtshreppur til Súðavíkurhrepps.

Svæði B: Strandabyggð til Grýtubakkahrepps.

Svæði C: Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps.

Svæði D: Sveitarfélagið Hornafjörður til Borgarbyggðar.