10.08.2012 13:20

Addi afi GK 97, sjósettur að nýju

Ég verð að viðurkenna það strax  að ástæðan fyrir því hvað ég hef birt margar myndir af bátnum að undanförnu, er að mér finnst litasamsetningin sérstaklega falleg.

Hér koma myndir af því þegar Jón & Margeir draga hann út úr húsi Sólplasts í Sandgerði og niður á bryggju, þar sem þeir lyfta honum af vagni og slaka síðan í sjó.


            2106.  Addi afi GK 97, ferðast til sjávar í Sandgerði, frá húsi Sólplasts og með aðstoð Jóns & Margeirs, núna í hádeginu © myndir Emil Páll, 10. ágúst 2012. Að vísu þarf að taka það fram varðandi skírleika á sumum  myndanna að smá rigningaskúr kom meðan á myndatökunum stóð.