07.08.2012 00:00

Stærsti plastbátur sem íslendingar hafa átt

Hér kemur lesning af síðu Jóns Páls Jakobssonar um plastbát þann sem hér á landi bar nöfnin  1860.  Þórir Jóhannsson GK 116 og Útlaginn, en ber nú í Noregi, nafnið Öyfisk N-34-ME.

Öyfisk er klár til að fara í slipen (slipp). Og síðan vonandi getur hann farið að fiska. Það eru allar forsendur til að það gangi vel, frítt ýsufiskerí og svo 30 % meðafli í þorski eftir að búið er að veiða þorskkvótann. Og jafnvel talað um að sú tala eigi eftir að hækka upp í 50 % í haust. Síðasta haust var einnig frítt þorskfiskerí og vonandi verður það aftur í ár. 
                  Hér sjáum við Öyfisk með íslenska fánann tekur sig bara vel út.
 
                
                                           Koma nokkrar myndir innan úr Öyfisk


         Millidekkið þegar við komum um borð. Öllu ruslað út enda meira og minna ónýt, rekkar algjörlega ónýtir og allt orðið frekar slappt.
 

            Hér sjáum við að það er langt komið að stokka upp línuna ekki mikið eftir.


             Verki lokið búið að hreinsa út allt línudótið farið nema uppstokkarinn.


                Spilið í bátnum tilbúið að draga mikið að línu. Þetta er íslensk smíði sjóvélaspil.


              Hér sjáum við hefðbundið norskt ínuspil reyndar komið með slítara. En þeir eru búnir að fatta það að íslandsrullen eins og þeir kalla okkar spil er einfaldlega mikið betra en það er búið að taka langann tíma.

            
                      Séð fram millidekkið nóg pláss fyrir mjög marga bala.

                  © myndir, myndatextar og annar texti: Jón Páll Jakobsson, í ágúst 2012