02.08.2012 09:16

Slapp ómeiddur frá strandi í Tálknafirði

visir.is


Slapp ómeiddur frá strandi í Tálknafirði


Skipverji á litlum fiskibáti slapp ómeiddur þegar báturinn sigldi beint upp í fjöru í Tálknafirði í nótt.

Áhöfn á nálægum fiskibáti kom taug í bátinn og dró hann á flot og svo til hafnar, þar sem stýrisbúnaður bátsins var laskaður eftir óhappið.

Björgunarskip frá Rifi sótti bilaðan bát út af Snæfellsnesi í gærkvöldi og dró hann til hafnar, og nokkrir strandveiðibátar þurftu líka aðstoð annarra báta við að komast til lands, vegna vélabilana á miðunum í gær.