01.08.2012 19:31

Uppgötva nýtt fjall neðansjávar djúpt vestur af Íslandi

fiskifrettir.is
Nýuppgötvað neðansjávarfjall.

ff

Fjölgeislamælingarnar í leiðangri á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni fyrr í sumar leiddu í ljós umfangsmikið neðansjávarfjall djúpt undan rótum landgrunnsins um 120 sjómílur vestur af Snæfellsnesi, að því er segir í frétt á vef Hafrannsóknastofnunar.

Fjallið er um 450 metra hátt og er þar með álíka hátt og til dæmis Ingólfsfjall. Sá hluti þess sem var kortlagður er um 300 ferkílómetrar að umfangi sem er tífalt flatarmál Ingólfsfjalls. Sjávardýpi yfir fjallinu er á bilinu 950-1400 metrar. Fjallsbrúnin fylgir 1100 metra dýptarlínu og þar fyrir ofan er víðáttumikil slétta sem hækkar aflíðandi að kolli fjallsins þar sem nokkrir gígar eru á fimm ferkílómetra svæði. Lögun fjallsins er sláandi lík móbergsstapa og hefur yfir sér unglegt yfirbra. Sýnataka með greiningu bergsins er nauðsynleg til að ganga úr skugga um hvort svo sé raunin eða hvort um er að ræða eldstöð sem tengist gömlu rekbelti og er þá hugsanlega um 20 milljón ára, segir ennfremur á vef Hafrannsóknastofnunar.

Sjá nánar undir:
http://www.hafro.is/undir.php?ID=19&nanar=1REF=3&fID=14327