31.07.2012 18:00

Þegar Auðunn valt og sökk

Þann 4. júní 2009 valt og sökk hafnsögubáturinn Auðunn i innsiglingunni til Sandgerði, þar sem hann var notaður við að bjarga togaranum Sóleyju Sigurjóns GK 200, sem hafði strandað þar. Hér birtast myndir frá því óhappi, en Köfunarþjónusta Sigurðar náði bátnum upp kvöldið eftir og síðan var hann fluttur inn í Njarðvikurslipp þar sem hann var gerður upp.


             2043.  Auðunn farinn að hallast og nokkrum augnablikum síðar var hann kominn á hvolf


            Hér er verið að bjarga mönnunum tveimur úr bátnum sem þá var alveg kominn á hvolf


              2043. Auðunn kominn á botninn
                      í innsiglingunni.


             Köfunarþjónustan á leið með öfluga dælu út til að ná bátnum upp © myndir af vefsíðu Köfunarþjónustu Sigurðar ehf., dive4u.is