05.07.2012 19:31

Risaísbrjótur lagður af stað til Íslands.

visir.is:


Risaísbrjótur lagður af stað til Íslands
Mynd/Rannís

:
Kínverski ísbrjóturinn Snædrekinn er lagður af stað yfir Norður Íshafið. Þessi stærsti ísbrjótur heims sem ekki er kjarnorkuknúinn mun koma við á Íslandi í ágúst í þeim tilgangi að styrkja enn frekar rannsóknasamstarf landanna.

Um tímamótasiglingu er að ræða, enda er þetta fyrsti kínverski rannsóknarleiðangurinn sem fer hina svonefndu norðausturleið, en hún liggur meðfram Rússlandi og Noregi. Því hefur verið spáð að þar muni í framtíðinni opnast ábatasöm siglingaleið milli Asíu og Evrópu. Össur Skarphéðinsson hefur sagt að bráðnun hafíss gæti stuðlað að því að leiðin opnist fyrr en ætlað var.

Margvíslegar rannsóknir munu fara fram um borð í Snædrekanum á leiðinni, einna helst verða áhrif loftlagsbreytinga á norðurheimskautsísinn og vistfræðilegt ástand svæðisins könnuð. Af þeim 60 vísindamönnum sem eru um borð eru tveir Íslendingar sem munu vinna að rannsóknum.

Snædrekinn er 167 metrar að lengd og 23 metrar að breidd. Hann getur siglt gegnum ís sem er a.m.k. 1,1 metri að þykkt.