05.07.2012 20:00

Mikið að gera við Siglufjarðarhöfn

SK.siglo.is

Mikil umsvif eru þessa dagana við Siglufjarðarhöfn fjöldi strandveiði og línubáta að landa. Megnið af fiski sem berst á land fer í gegnum Fiskmarkað Siglufjarðar. Sigurborg SH landaði 30 tonnum af rækju og 15 tonnum af bolfiski í fyrradag. Rækjan fer í vinnslu hjá Ramma hf.

Síðan var tekið um borð nýtt veiðarfæri og haldið suður fyrir land til makrílveiða skipið má veiða um 65 tonn af þeirri fisktegund.

Í gær var verið að landa úr Mánabergi ÓF 2.680 kössum af úthafskarfa og 9.860 kössum af makríl.

Steingrímur Óli HákonarsonGuðmundur Gauti Sveinsson

Texti og myndir: GJS